Viðskipti erlent

Renna hýru auga til fríverslunarsamnings Kyrrahafsríkja

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands og Boris Johnson, utanríkisráðherra.
Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands og Boris Johnson, utanríkisráðherra. vísir/getty

Bretland lítur nú hýru auga til fríverslunarsamnings Kyrrahafsríkja (Trans-Pacific Partnership, TPP) og er talað um að viðræður muni líklegast eiga sér stað um aðild ríkisins að samningnum þegar Brexit-ferlinu lýkur. The Guardian greinir frá.

Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, er sagður vera að leggja drög að samningum við TPP en ellefu ríki eiga nú þegar aðild að þessari fríverslun. Þau eru Ástralía, Brúnei, Kanada, Síle, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr og Víetnam. Samningurinn var undirritaður snemma árs 2016 og var það einkum fyrir tilstilli Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta.

Nú er öldin hins vegar önnur því Bandaríkin drógu aðild sína að samningnum til baka í janúar 2017 þegar Donald Trump komst til valda.

Fari svo að samningar náist yrði Bretland fyrsta aðildarríki samningsins sem ekki hefur landamæri að Kyrrahafi eða Suður-Kínahafi.

Ekki þykir þó líklegt að slík fyrirheit verði að veruleika á næstunni sökum þess að Bretland stendur enn í stappi við Evrópusambandið um útgöngu en einnig vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að draga til baka aðild sína. TPP-samningurinn er því til skoðunar þessa dagana og munu einhverjar endurbætur eiga sér stað í þeim efnum.

Fari svo að Bretar gangi að fullu úr innri mörkuðum Evrópusambandsins þykir líklegt að ríkisstjórn þar í landi leiti nýrra leiða í viðskiptum gagnvart öðrum ríkjum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.