Handbolti

Elvar Örn dregur sig úr æfingahóp landsliðsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar fór á kostum áður en hann meiddist
Elvar fór á kostum áður en hann meiddist vísir/stefán

Elvar Örn Jónsson hefur dregið sig úr æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir Evrópumótið í Króatíu vegna meiðsla.

Elvar var ekki í 16 manna hópi Geirs sem fer á EM, en var í afrekshópi sem mætir Japan á morgun og hefur hann einnig dregið sig úr honum.

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, segir að bakslag hafi komið í meiðsli Elvars sem hann hlaut í októbermánuði, en um er að ræða álagsbrot neðst í hryggnum. Mbl.is greindi frá þessu í dag.

Geir ætlar ekki að kalla nýjan mann inn fyrir Elvar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.