Íslenski boltinn

Fyrsta Íslandsmót ársins í Laugardalshöllinni um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Richard Sæþór Sigurðsson tók við bikarnum í fyrra.
Richard Sæþór Sigurðsson tók við bikarnum í fyrra. Vísir/Stefán

Fyrstu Íslandsmeistarar ársins 2018 verða krýndir í Laugardalshöllinni um komandi helgi en þá fer fram úrslitakeppni Íslandsmótsins í innanhúsfótbolta.

Úrslitakeppnin hefst á föstudaginn með átta liða úrslitum hjá körlunum en á laugardaginn eru undanúrslitin í bæði karla- og kvennaflokki og síðan er leikið til úrslita um titilinn á sunnudaginn.

Ríkjandi meistarar í báðum flokkum, karlalið Selfoss og kvennalið Álftanes, taka þátt um helgina og geta því varið titil sinn.

Selfoss vann 3-2 sigur á Víkingi frá Ólafsvík í úrslitaleik karla fyrir ári síðan en Álftanes vann aftur á móti 4-3 sigur á Selfossi í úrslitaleik kvenna í byrjun janúar 2017.


Leikjadagskráin á úrslitahelginni er eftirfarandi:

Föstudagur

Átta liða úrslit karla

Iða – Selfoss: Selfoss – Snæfell/UDN klukkan 19.00

Laugardalshöll: Leiknir/KB – Augnablik klukkan 19.00

Varmá: Afturelding/Hvíti Riddarinn – Víkingur Ó. klukkan 19.00

Laugardalshöll: Vængir Júpíters – Stál-úlfur klukkan 20.30


Laugardagur

Undanúrslit kvenna:

Laugardalshöll: Breiðablik/Augnablik – Sindri klukkan 11.00

Laugardalshöll: Selfoss – Álftanes klukkan 12.30

Undanúrslit karla:

Laugardalshöll: Selfoss/Snæfell – LeiknirKB/Augnablik klukkan 14.00

Laugardalshöll: Afturelding/Víkingur Ó. – Vængir Júpíters/Stál-úlfur klukkan 15.30


Sunnudagur

Laugardalshöll: Úrslitaleikur kvenna klukkan 12.15

Laugardalshöll: Úrslitaleikur karla klukkan 14.00Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.