Innlent

Svavar Garðarsson er Vestlendingur ársins 2017

Samúel Karl Ólason skrifar
Skessuhorn

Vestlendingur ársins 2017 er Svavar Garðarsson í Búðardal í Dalabyggð. Hlaut hann langmestan fjölda tilnefninga í kosningu íbúa á Vesturlandi. Það er héraðsfréttablaðið Skessuhorn sem stóð fyrir valinu, að þessu sinni í tuttugasta skipti, en blaðið fagnar einmitt tvítugsafmæli sínu í næsta mánuði.

Í umsögnum þeirra sem greiddu Svavari atkvæði sitt er einkum nefnt að hann hefur lagt fram hundruð klukkustunda í sjálfboðastarfi við að fegra og bæta umhverfið á heimaslóðum. Hann lagfærir og hreinsar opin svæði og er öðrum íbúum hvatning til góðra verka.

Þá beitti Svavar sér í haust fyrir því að selir úr Húsdýragarðinum yrðu fluttir í laug í Búðardal. Þar fóðrar hann selina og undirbýr þá til að komast í sjó í sitt náttúrulega umhverfi, fáist til þess leyfi yfirvalda.

Tíu efstu:
Samtals voru 32 tilnefndir í kjörinu á Vestlendingi ársins að þessu sinni. Þeir sem urðu í tíu næstu sætum á eftir Svavari Garðarssyni eru:

Andrea Björnsdóttir á Eystri-Leirárgörðum (Vestlendingur ársins 2016), Anna Dröfn Sigurjónsdóttir í Kvíaholti á Mýrum, Guðmundur Smári og Runólfur Guðmundssynir í Grundarfirði, Guðrún Jónsdóttir safnstjóri í Borgarnesi, Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri á Akranesi, Jósep Blöndal læknir í Stykkishólmi, Máni Hilmarsson hestamaður í Borgarnesi, Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur á Akranesi og Þórður Gylfason veitingamaður á Akranesi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.