Erlent

Rússnesk þyrla brotlenti í Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þyrlan var af gerðinni Mi-24.
Þyrlan var af gerðinni Mi-24. Vísir/AFP
Tveir rússneskir þyrluflugmenn létu lífið á gamlársdag þegar Mi-24 þyrla brotlenti í Sýrlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir slysið hafa orðið vegna tækniörðugleika, þyrlan hafi ekki verið skotin niður. Vélvirki þyrlunnar slasaðist.

Þá segir ráðuneytið að þyrlan hafi brotlent um 15 kílómetra frá flugvelli í Hama.



Rússar hafa misst sjö flugvélar og þyrlur frá því aðgerðir þeirra hófust í Sýrlandi þann 30. september árið 2015.

AFP fréttaveitan segir að fregnir hafi borist af því að þyrlan hafi flogið á rafmagnslínur þegar henni var flogið til stuðnings bílalestar. Það hefur þó ekki verið staðfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×