Erlent

Rússnesk þyrla brotlenti í Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þyrlan var af gerðinni Mi-24.
Þyrlan var af gerðinni Mi-24. Vísir/AFP

Tveir rússneskir þyrluflugmenn létu lífið á gamlársdag þegar Mi-24 þyrla brotlenti í Sýrlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir slysið hafa orðið vegna tækniörðugleika, þyrlan hafi ekki verið skotin niður. Vélvirki þyrlunnar slasaðist.

Þá segir ráðuneytið að þyrlan hafi brotlent um 15 kílómetra frá flugvelli í Hama.

Rússar hafa misst sjö flugvélar og þyrlur frá því aðgerðir þeirra hófust í Sýrlandi þann 30. september árið 2015.

AFP fréttaveitan segir að fregnir hafi borist af því að þyrlan hafi flogið á rafmagnslínur þegar henni var flogið til stuðnings bílalestar. Það hefur þó ekki verið staðfest.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.