Sport

Sjáðu hjartnæma stund þegar Ólympíufari sagði pabba sínum frá fréttunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bobby Butler.
Bobby Butler. Vísir/Getty

Bobby Butler spilar með íshokkí liði Milwaukee Admirals og hann er langt frá því að vera þekktasti íshokkíleikmaður Bandaríkjanna enda að spila með liði sem er ekki í NHL atvinnumannadeildinni.

Butler hefur samt sem áður unnið sér inn sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á komandi vetrarólympíuleikum sem fara fram í Pyeongchang í Suður Kóreu í febrúar.

Fréttaritari Milwaukee Admirals náði því á myndband þegar Bobby Butler sagði föður sínum frá því að hann hefði unnið sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu.

Það er heyrist ekki hvað fer á milli feðganna en það má lesa afar mikið út úr líkamstjáningu þeirra og það fer ekkert á milli mála hversu stoltur pabbinn er af stráknum sínum.

Það var ekkert í spilunum að leikmaður eins og Bobby Butler væri á leiðinni á Ólympíuleikanna en allt breyttist eftir að leikmenn í bandarísku NHL-deildinni fengu ekki leyfi til að vera með á leikunum.

Það opnaði dyrnar fyrir lítt þekktari leikmenn eins og Bobby Butler sem í kjölfarið bauð upp á hjartnæm stund eins og þá sem sem náðist á þessu myndbandi hér fyrir neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.