Fótbolti

Strákarnir mæta Perú í Bandaríkjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Síðustu spurningum Heimis Hallgrímssonar varðandi HM-hópinn verður líklega svarað gegn Perú.
Síðustu spurningum Heimis Hallgrímssonar varðandi HM-hópinn verður líklega svarað gegn Perú. vísir/afp
KSÍ staðfesti í dag að íslenska karlalandsliðið mun spila vináttulandsleik gegn Perú þann 27. mars í Bandaríkjunum.

Leikurinn verður spilaður á Red Bull Arena í New Jersey. Þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðirnar mætast í landsleik.

Perú er með frábært lið sem situr í ellefta sæti heimslistans. Perúmenn eru á leiðinni á HM í Rússlandi rétt eins og Ísland en Perú er að taka þátt á HM í fyrsta skipti í 35 ár.

Perú er í riðli með Dönum, Frökkum og Áströlum og gæti mætt Íslandi í 16-liða úrslitum á HM ef báðar þjóðir komast áfram.

Þetta verður væntanlega lokaleikur íslenska liðsins áður en HM-hópurinn verður valinn í byrjun maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×