Fótbolti

Strákarnir mæta Perú í Bandaríkjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Síðustu spurningum Heimis Hallgrímssonar varðandi HM-hópinn verður líklega svarað gegn Perú.
Síðustu spurningum Heimis Hallgrímssonar varðandi HM-hópinn verður líklega svarað gegn Perú. vísir/afp

KSÍ staðfesti í dag að íslenska karlalandsliðið mun spila vináttulandsleik gegn Perú þann 27. mars í Bandaríkjunum.

Leikurinn verður spilaður á Red Bull Arena í New Jersey. Þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðirnar mætast í landsleik.

Perú er með frábært lið sem situr í ellefta sæti heimslistans. Perúmenn eru á leiðinni á HM í Rússlandi rétt eins og Ísland en Perú er að taka þátt á HM í fyrsta skipti í 35 ár.

Perú er í riðli með Dönum, Frökkum og Áströlum og gæti mætt Íslandi í 16-liða úrslitum á HM ef báðar þjóðir komast áfram.

Þetta verður væntanlega lokaleikur íslenska liðsins áður en HM-hópurinn verður valinn í byrjun maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.