Viðskipti innlent

Fjörutíu rísandi stjörnur í íslensku viðskiptalífi

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Enginn stjórnandi Kauphallarfyrirtækjanna er á listanum en ekki er hægt að útiloka að það breytist á komandi árum.
Enginn stjórnandi Kauphallarfyrirtækjanna er á listanum en ekki er hægt að útiloka að það breytist á komandi árum. Vísir/Daníel

Almannatengslafyrirtækið Góð samskipti hefur tekið saman lista yfir 40 stjórnendur í íslensku viðskiptalífi sem eiga það allir sameiginlegt að vera 40 ára og yngri.

Segir í tilkynningu frá Góðum samskiptum að listinn sé tekinn saman til þess að lyfta fólki sem vel hefur staðið sig því vandasama hlutverki að vera stjórnandi en einnig til gefa vísbendingu um hverjir gætu átt eftir að taka við æðstu stöðum í íslenskum fyrirtækjum á næstu árum.

Á listanum er engan forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni að finna en þeir eru allir yfir fertugu.Til greina komu aðeins stjórnendur innan íslenskra fyrirtækja. Alfarið var litið fram hjá þeim sem stýra eigin fyrirtækjum, frumkvöðlum, ráðgjöfum, Íslendingum sem starfa hjá erlendum fyrirtækjum og stjórnendum í opinbera geiranum.

Listinn er skemmtileg lesning og vekur jafnt hlutfall kynjanna athygli. Hann má lesa í heild hér. Einnig má lesa lista Góðra samskipta um 20 vonarstjörnur í viðskiptalífinu hér.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.