Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íbúar í Reykjanesbæ undirbúa nú málsókn á hendur United Silicon til að ógilda starfsleyfi kísilversins í Helguvík. Einn af forsvarsmönnum hópsins sem stendur á bak við málsóknina segir að opinberar eftirlitsstofnanir hafi brugðist í málinu. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við Ali Amoushahi, íranskan arkitekt sem er búsettur hér á landi, í tengslum við mótmælin í Íran sem hafa nú staðið í viku og ekkert lát er á.

Loks kynnum við okkur símahrekk úr sérstöku smáforriti sem fjölmargir Íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á undanfarna daga. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×