Innlent

Mesta umferðaraukningin á Suðurlandi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Árlegur vöxtur í umferð frá árinu 2012 telst mjög mikill miðað við árin á undan.
Árlegur vöxtur í umferð frá árinu 2012 telst mjög mikill miðað við árin á undan. Vísir/Vilhelm

Umferðin í desember jókst um 9,3 prósent miðað við sama mánuð árið 2016. Á öllu árinu 2017 hefur umferðin hefur aukist um 10,6 prósent miðað við árið 2016. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er þetta næst mesta aukning yfir 16 mælisnið þeirra á landinu frá upphafi þessarar samantektar.

Á milli áranna 2016 og 2017 jókst umferðin mest um Suðurland eða um 15,5 prósent en minnst jókst umferðin á Austurlandi eða um 8,6 prósent. Ef litið er á einstaka mælisnið jókst umferðin mest um Mýrlandssand, eða um 24,4 prósent. Mest er ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum.

Hér má sjá umferðina í hverjum mánuði. Skjáskot/Vegagerðin

„Fyrir árið í heild hefur umferðin nú aukist um 3,4% á ári að jafnaði frá árinu 2005, sem telja verður hóflegur vöxtur, en frá árinu 2012 hefur árlegur vöxtur numið um 7,6%, sem telja verður mjög mikill fyrir áður nefnt tímabil,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.