Innlent

Þrettán banaslys í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á liðnu ári

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rútuslysið í Eldhrauni í liðinni viku er eitt banaslysanna en þá lést ung kínversk kona.
Rútuslysið í Eldhrauni í liðinni viku er eitt banaslysanna en þá lést ung kínversk kona. Vísir/Vilhelm
Alls voru þrettán banaslys í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á síðasta ári að því er fram kemur í bráðabirgðatölum fyrir árið 2017 sem birtar voru á vef lögreglunnar í dag.

Tölurnar fyrir nýliðið ár eru bornar saman við tölur frá árunum 2015 og 2016 og kemur fram að alvarlegum slysum og andlátum fjölgar í umdæminu. Í mörgum slysanna er um að ræða erlenda ferðamenn sem eru á ferð í umdæminu.

Af þeim þrettán sem létust í banaslysum á Suðurlandi á liðnu ári voru átta erlendir ríkisborgarar; tveir Þjóðverjar, einn Ítali, einn Bandaríkjamaður, Georgíumaður, einn frá Kanada, einn Indverji og Kínverji. Alls voru því Íslendingar sjö sem létust í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á árinu 2017.

Þrír þeirra sem létust drukknuðu og þrír létust úr ofkælingu. Þá létust þrír í umferðarslysum, einn klemmdist í vörulyftu, einn lést í kajakslysi og einn maður lét lífið þegar bíll féll af tjakki á hann. Einn maður lést svo þegar hann féll til jarðar með svifvæng.

Nánar má lesa um bráðabirgðatölur lögreglunnar á Suðurlandi fyrir árið 2017 hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×