Innlent

Þrettán banaslys í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á liðnu ári

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rútuslysið í Eldhrauni í liðinni viku er eitt banaslysanna en þá lést ung kínversk kona.
Rútuslysið í Eldhrauni í liðinni viku er eitt banaslysanna en þá lést ung kínversk kona. Vísir/Vilhelm

Alls voru þrettán banaslys í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á síðasta ári að því er fram kemur í bráðabirgðatölum fyrir árið 2017 sem birtar voru á vef lögreglunnar í dag.

Tölurnar fyrir nýliðið ár eru bornar saman við tölur frá árunum 2015 og 2016 og kemur fram að alvarlegum slysum og andlátum fjölgar í umdæminu. Í mörgum slysanna er um að ræða erlenda ferðamenn sem eru á ferð í umdæminu.

Af þeim þrettán sem létust í banaslysum á Suðurlandi á liðnu ári voru átta erlendir ríkisborgarar; tveir Þjóðverjar, einn Ítali, einn Bandaríkjamaður, Georgíumaður, einn frá Kanada, einn Indverji og Kínverji. Alls voru því Íslendingar sjö sem létust í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á árinu 2017.

Þrír þeirra sem létust drukknuðu og þrír létust úr ofkælingu. Þá létust þrír í umferðarslysum, einn klemmdist í vörulyftu, einn lést í kajakslysi og einn maður lét lífið þegar bíll féll af tjakki á hann. Einn maður lést svo þegar hann féll til jarðar með svifvæng.

Nánar má lesa um bráðabirgðatölur lögreglunnar á Suðurlandi fyrir árið 2017 hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.