Enski boltinn

Arsene Wenger brjálaður út í vítaspyrnudóminn: Þá áttum við að fá tvær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Vísir/EPA
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var allt annað en ánægður með vítaspyrnuna sem dæmd var á Arsenal í 2-2 jafntefli á móti Chelsea í kvöld.

Eden Hazard fékk þá vítaspyrnu eftir að Hector Bellerin virtist sparka hann niður en franski stjórinn var vægast mjög ósáttur með þann dóm og talaði mikil um það mótlæti sem hans lið þarf að ganga í gegnum þessa daganna vegna mistaka dómara.

Þetta er annar leikurinn í röð sem Arsenal fær á sig umdeilda vítaspyrnu í jafnteflisleik og þetta hefur reynt á þolrifin hjá Wenger.

„Þetta var stórmerkilegur leikur en einu sinni enn fengum við á kenna á slæmri ákvörðun dómarans. Við verðum að taka það með inn í okkar undirbúning hvað við þurfum að ganga í gegnum. Það sáu allir góðan fótbolta en því miður sáum við líka slæmar ákvarðanir,“ sagði Arsene Wenger við BBC.

„Ég vil ekki tala um einstök atvik því þá verð ég bara pirraður og kemst í uppnám,“ sagði Wenger. Blaðamaður BBC gekk á hann með vítaspyrnudóminn.

„Við skoðuðum það sem hafði áhrif á leikinn. Ef þetta var víti þá áttum við að fá tvær vítaspyrnur,“ sagði Wenger.

„Þetta var frábær fótboltaleikur og við viljum að fólkið tali um það. Fjölmiðlar og samskiptamiðlarnir gera alla ruglaða í dag en það sem er mikilvægast fyrir mig er að þetta var góður fótboltaleikur,“ sagði Wenger.

„Við spiluðum þrjá leiki á sex dögum og eins og allir sáu þá gaf liðið mitt allt sitt í þennan leik. Það var mikið álag á liðinu og dómarnir féllu á móti okkur en samt náðum við að sýna mikil gæði í okkar leikjum,“ sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×