Sama forsíða hjá Vogue og W Magazine

04. janúar 2018
skrifar

Breska Vogue og W Magazine kynntu nýjustu forsíður sínar í gær. Það vekur mikla athygli að blöðin eru með sömu forsíðu, með þeim Margot Robbie og Nicole Kidman. 

Margir myndu telja að um mistök væri að ræða, en það kann ekki að vera svo. Stílisti forsíðunnar er Edward Enninful, ritstjóri breska Vogue. Það verður án efa mikil umræða um þetta á næstunni, því þetta er ekki daglegt brauð hjá svona stórum tískublöðum sem bera sitthvorn titilinn. Bæði tímaritin notast einnig við sama myndaþátt, þar sem leikkonurnar Nicole Kidman og Margot Robbie eru í aðalhlutverki. Tímaritin eru hins vegar bæði gefin út af Conde Nast, en samstarf á milli tímaritanna hefur ekki svona áberandi áður. 

En hvað eru blöðin að reyna að segja? Það verður spennandi að fylgjast með yfirvonandi fréttum frá breska tískuheiminum.