Lífið

Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein

Birgir Olgeirsson skrifar
Mira Sorvino
Mira Sorvino Vísir/Getty

Leikarinn Paul Sorvino hefur hótað að myrða kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem er sagður hafa sett dóttur leikarans, Miru Sorvino, á svartan lista fyrir að hafa neitað framleiðandanum.

Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. Fréttamaður TMZ náði tali af honum fyrir skemmstu þar sem Sorvino sagði að Weinstein ætti hreinlega að vona að hann yrði dæmdur í fangelsi.

„Því ef við hittumst held ég að hann endi í gólfinu á einhvern hátt“ sagði Sorvino.

Þegar honum var bent á að saksóknarar í Los Angeles væru að skoða tvö mál gegn Weinstein svaraði Sorvino: „Helvítis melurinn. Gott fyrir hann ef hann fer. Ef ekki, þarf hann að mæta mér, og ég mun drepa helvítið.“

Mira Sorvino hlaut Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk í Woody Allen-myndinni Mighty Aphrodite sem kom út árið 1995. Hún var ein þeirra fjölda kvenna sem sakaði Weinstein um kynferðislega áreitni. Hún sagði í samtali við The New York Times að hún hefði lengi haft þann grun að Weinstein hefði átt sök í því að minna varð úr leikferli hennar eftir að hún hafði hlotið Óskarsverðlaun árið 1996. Framleiðslufyrirtækið Miramax dreifði Mighty Aphrodite en Weinstein var lengi vel aðalmaðurinn í því fyrirtæki.

Sorvino fékk grun sinn staðfestan í desember síðastliðnum þegar leikstjórarnir Peter Jackson og Terry Zwigoff lýstu því einmitt hvernig Weinstein beitti sér gegn því að Sorvino yrði ráðin í Hringadróttinsþríleikinn og kvikmyndina Bad Santa


Tengdar fréttir

Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn

Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×