Lífið

Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein

Birgir Olgeirsson skrifar
Mira Sorvino
Mira Sorvino Vísir/Getty

Leikarinn Paul Sorvino hefur hótað að myrða kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem er sagður hafa sett dóttur leikarans, Miru Sorvino, á svartan lista fyrir að hafa neitað framleiðandanum.

Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. Fréttamaður TMZ náði tali af honum fyrir skemmstu þar sem Sorvino sagði að Weinstein ætti hreinlega að vona að hann yrði dæmdur í fangelsi.

„Því ef við hittumst held ég að hann endi í gólfinu á einhvern hátt“ sagði Sorvino.

Þegar honum var bent á að saksóknarar í Los Angeles væru að skoða tvö mál gegn Weinstein svaraði Sorvino: „Helvítis melurinn. Gott fyrir hann ef hann fer. Ef ekki, þarf hann að mæta mér, og ég mun drepa helvítið.“

Mira Sorvino hlaut Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk í Woody Allen-myndinni Mighty Aphrodite sem kom út árið 1995. Hún var ein þeirra fjölda kvenna sem sakaði Weinstein um kynferðislega áreitni. Hún sagði í samtali við The New York Times að hún hefði lengi haft þann grun að Weinstein hefði átt sök í því að minna varð úr leikferli hennar eftir að hún hafði hlotið Óskarsverðlaun árið 1996. Framleiðslufyrirtækið Miramax dreifði Mighty Aphrodite en Weinstein var lengi vel aðalmaðurinn í því fyrirtæki.

Sorvino fékk grun sinn staðfestan í desember síðastliðnum þegar leikstjórarnir Peter Jackson og Terry Zwigoff lýstu því einmitt hvernig Weinstein beitti sér gegn því að Sorvino yrði ráðin í Hringadróttinsþríleikinn og kvikmyndina Bad Santa


Tengdar fréttir

Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn

Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.