Innlent

Telja flugelda hafa orsakað sinubruna við Skógafoss

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mynd/Umhverfisstofnun
Landverði Umhverfisstofnunar á Suðurlandi brá í brún þegar hann mætti aftur til starfa á nýju ári. Í eftirlitsferð við Skógafoss blasti við sviðin hlíð austan megin við fossinn.

Greint er frá þessu á Facebook-síðu Umhverfisstofnunar. Þar segir að líklegast sé að kviknað hafi í sinunni út frá flugeldum á gamlárskvöldi. Líklegt er að eldurinn hafi slokknað af sjálfu sér og stöðvast við rof í hlíðinni við stáltröppur sem liggja upp á Skógaheiði.

Engar skemmdir urðu á tröppunum og eru gróðurskemmdir óverulegar þar sem enginn trjágróður er á svæðinu. Þurrt er í grennd við Skógafoss auk þess sem að lítill sem enginn snjór er á svæðinu. Minnir Umhverfisstofnun því á mikilvægi þess að fara varlega með eld, ekki síst á viðkvæmu og grónu landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×