Lífið

Gestirnir geta sofið vært

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Eva Hlín og Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla.
Eva Hlín og Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla.
„Gestirnir okkar ganga vel um og eru meðvitaðir um mikilvægi þess að flokka rusl og endurvinna. Auðvitað þarf að vaka yfir því að fræða þá um okkar stefnu, til dæmis Asíubúana, en þeir taka fullt tillit til hennar þegar þeir hafa verið upplýstir um hana,“ segir Eva Hlín Alfreðsdóttir, móttökustjóri farfuglaheimilisins í Borgarnesi.

Það heimili hlaut Svaninn, sem er norrænt umhverfismerki, í lok síðasta árs og er hið eina utan höfuðborgarinnar sem hefur náð þeim árangri. Í dag eru átta gististaðir á landinu með slíka vottun, þar af er helmingurinn farfuglaheimili.

Eva Hlín segir farfuglaheimilið hafa haft viðmið Svansins að leiðarljósi lengi, kröfurnar byggist á sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Efna- og orkunotkun sé í lágmarki, heimilið kaupi inn vistvænar vörur og allur úrgangur sé flokkaður og endurunninn. Auk þess hvetji Farfuglar gesti sína til að ferðast á sjálfbæran og ábyrgan hátt.

„Gestirnir okkar geta sofið vært, vitandi það að þeir skilja ekki eftir sig kolefnisfótspor meðan þeir dvelja hjá okkur.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×