Viðskipti erlent

Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá mótmælaaðgerðum Greenpeace í Barentshafi.
Frá mótmælaaðgerðum Greenpeace í Barentshafi. Mynd/Greenpeace.

Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu þegar Þingréttur Oslóar kvað upp þann dóm að úthlutun nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi bryti ekki gegn ákvæði stjórnarskrár Noregs um umhverfisvernd. Fjallað var um dómsmálið í fréttum Stöðvar 2. 

Greenpeace-samtökin höfðu fram að lögsókninni beint athygli umheimsins á vaxandi olíuvinnslu Norðmanna í Barentshafi einkum með því að reyna að trufla starfsemi borpalla og mæta í ísbjarnabúningum fyrir utan olíuráðstefnur. 

Slíkar mótmælaaðgerðir högguðu hins vegar hvergi áformum norskra stjórnvalda um meiri olíuleit á norðurslóðum. Í samvinnu við tvenn önnur norsk umhverfisverndarsamtök ákvað Greenpeace í Noregi því að höfða mál gegn olíumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til fá að nýjustu olíuleitarleyfi dæmd ólögmæt. 

Málssókn Greenpeace vakti heimsathygli síðastliðið haust. Við dómshús Þingréttarins í Osló var stillt upp ísskúlptur þar sem minnt var á 112. grein stjórnarskrár Noregs sem kveður á um það að sérhver maður eigi rétt til heilnæms umhverfis og náttúru og að nýta beri náttúruauðlindir á grundvelli langtímasjónarmiða þar sem réttur komandi kynslóða sé einnig virtur. 

Talsmaður Greenpeace, Trols Gulowsen, sagði að á sama tíma og forsætisráðherra Noregs undirritaði Parísarsáttmálann hefðu norsk stjórnvöld opnað á stórfellda nýja olíuleit í Barentshafi. Samtökin ætluðu þannig jafnframt að láta reyna á gildi loftlagssáttmálans. 

Í Noregi sagði þingmaður Hægriflokksins lögsóknina vera pólitíska leiksýningu og sakaði umhverfissamtökin um að misnota dómstóla með því að kæra þangað mál sem væru á verksviði stjórnmálanna að útkljá. Slík réttarhöld gætu í versta falli veikt traust almennings til dómstóla. 

Í gær féll svo dómurinn. Norska ríkið var sýknað af öllum kröfum. Greenpeace og hin umhverfissamtökin voru jafnframt dæmd til að greiða málskostnað olíumálaráðuneytisins, um sjö og hálfa milljón íslenskra króna. 

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Segir hvítabirni misvísandi tákn

Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.