Innlent

Ekki nóg til að hækka laun

Sveinn Arnarsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir
Heilbrigðisráðherra vonar að aukning til sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni í nýsamþykktum fjárlögum verði til þess að laun hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) hækki og verði til jafns á við laun á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á SAk segir hækkunina langt í frá nægja.

Fréttablaðið greindi frá því að laun hjúkrunarfræðinga á SAk væru lægri en laun kollega þeirra á Landspítalanum. Blaðið innti heilbrigðisráðherra svara um hvort vilji væri til að breyta þessu og til hvaða aðgerða ráðherra myndi grípa.

„Mönnunarmál eru eitt af því mest aðkallandi í heilbrigðiskerfinu öllu. Það heyrum við alls staðar á landinu. Einn þáttur í því að styðja við mönnun eru kjaramál, annar þáttur er sá sem lýtur að möguleikum til starfsþróunar, tækjabúnaður og húsnæðismálum. Þessa heildarmynd verður alltaf að hafa undir.  Umtalsverð aukning til sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni í nýsamþykktum fjárlögum verður vonandi til þess að styðja við mönnunarmál í víðu samhengi,“ segir í svari frá heilbrigðisráðuneytinu.

Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á SAk, segir þá hækkun sem stofnunin fái á fjárlögum duga skammt. „Miðað við það sem við lögðum fram þá þurfum við miklu meira til að laga þetta að fullu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×