Erlent

„Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Trump var virkur á Twitter í dag þar sem hann svaraði ásökunum um að vera í andlegu ójafnvægi.
Trump var virkur á Twitter í dag þar sem hann svaraði ásökunum um að vera í andlegu ójafnvægi. Vísir/Getty
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, þvertekur fyrir það að vera í andlegu ójafnvægi á Twitter í dag. Segir hann að þar sem það sé komið í ljós að Rússlandshneykslið hafi reynst vera uppspuni séu fjölmiðlar að gera lítið úr andlegu jafnvægi og gáfum forsetans. „Fölsku fréttamiðlarnir hafa tekið leikjabók Ronald Reagan í notkun og öskra nú andlegur stöðugleiki og gáfur.“

Þá segist forsetinn að í gegnum líf hans hafi hans tveir helstu kostir verið andlegt jafnvægi og gáfur. „Mínir tveir helstu kostir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður,“ segir forsetinn á Twitter í dag. 

Forsetinn bendir jafnframt á það að hann hafi farið úr því að vera „mjög“ farsæll viðskiptamaður í það að vera sjónvarpsstjarna í það að vera forseti bandaríkjanna í fyrstu atrennu. „Ég held að það geri mig ekki bara gáfaðan heldur að snillingi....og snillingi í andlegu jafnvægi!“

Trump hefur gagnrýnt harðlega nýútkomna bók um hann þar sem honum er lýst sem óhæfum og geðstirðum manni. Donald Trump fór ófögrum orðum um Michael Wolff, höfund bókarinnar, í færslu á Twitter í nótt.


Tengdar fréttir

Trump gefur lítið fyrir bókina

Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×