Lífið

Kjartan Henry og Helga orðin hjón

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Helga Björnsdóttir og Kjartan Henry Finnbogason hafa verið par um árabil.
Helga Björnsdóttir og Kjartan Henry Finnbogason hafa verið par um árabil. Vísir/Samsett mynd
Kjartan Henry Finnbogason knattspyrnumaður og Helga Björnsdóttir lögfræðingur giftu sig í Fríkirkjunni í Reykjavík í gær en þau hafa verið par um árabil.

Að athöfn lokinni var boðið til brúðkaupsveislu í Hörpu. Þar tók stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson lagið auk þess sem brúðguminn sjálfur þandi raddböndin fyrir gesti.

Kjartan hefur átt sæti í landsliðshópi Íslands undanfarin misseri og var til að mynda í hópnum þegar liðið tryggði sér sæti á Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í vetur. Þá spilar hann með danska úrvalsdeildarliðinu AC Horsens.

Helga, sem er lögfræðingur að mennt, hefur starfað hjá Eimskip og hefur auk þess staðið í fyrirtækjarekstri með nýbökuðum eiginmanni sínum. Hún er einnig Norðurlandameistari og margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdansi.

Kjartan Henry er ekki eini landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem hefur gengið í það heilaga í jólafríinu. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins, og Halla Jónsdóttir giftu sig í Háteigskirkju þann 30. desember síðastliðinn.

Myndir úr brúðkaupi Kjartans og Helgu má skoða hér að neðan undir myllumerkinu #helgaogkjarri.


Tengdar fréttir

Kjartan Henry tékkaði sig inn

Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×