Innlent

Jóhannes Gunnarsson látinn

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Jóhannes útskrifaðist sem mjólkurfræðingur frá Højby mejeri í Danmörku árið 1971.
Jóhannes útskrifaðist sem mjólkurfræðingur frá Højby mejeri í Danmörku árið 1971. Vísir/VG
Jóhannes Gunnarsson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, er látinn 68 ára að aldri. Hann var fæddur 3. október árið 1949. Jóhannes var tvíkvæntur og lætur eftir sig fimm uppkomin börn.

Hann var formaður Neytendasamtakanna í samtals þrjátíu ár, frá 1984 til 2016, en hann hóf afskipti af neytendamálum árið 1978. Jóhannes var á tíma einnig ritstjóri Strokkhljóðsins, blaðs Mjólkurfræðingafélags Íslands og Neytendablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×