Innlent

Býður sig ekki fram í borginni

Daníel Freyr Birkisson skrifar

Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar og áhrifamanneskja innan Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki bjóða sig fram til forystusætis flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Það staðfestir hún í samtali við Fréttablaðið og segir um leið að það hafi aldrei verið inni í myndinni.

Þá segist Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, vera að hugsa sér til hreyfings en vill ekkert gefa út um það hvort hann stefni á framboð. Frestur til að tilkynna um framboð fyrir leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins rennur út á miðvikudaginn og verður kosið 27. janúar næstkomandi.


Tengdar fréttir

Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið

Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.