Innlent

Býður sig ekki fram í borginni

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar og áhrifamanneskja innan Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki bjóða sig fram til forystusætis flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Það staðfestir hún í samtali við Fréttablaðið og segir um leið að það hafi aldrei verið inni í myndinni.

Þá segist Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, vera að hugsa sér til hreyfings en vill ekkert gefa út um það hvort hann stefni á framboð. Frestur til að tilkynna um framboð fyrir leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins rennur út á miðvikudaginn og verður kosið 27. janúar næstkomandi.


Tengdar fréttir

Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið

Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×