Erlent

Breskir þingmenn virðast sjúkir í klám

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Damian Green, fyrrverandi innanríkisráðherra Bretlands.
Damian Green, fyrrverandi innanríkisráðherra Bretlands. VISIR/AFP
Tölvudeild breska þingsins hefur gefið út tölur sem gefa til kynna að þingmenn þar á bæ séu sólgnir í klám. Fleiri en 24 þúsund tilraunir hafa þannig verið gerðar til að komast inn á klámsíður frá því í júní í fyrra og fram í október. Telegraph greinir frá.

Það þýðir að um 160 tilraunir til slíks hafi verið gerðar á hverjum einasta degi.

Tölurnar eru notaðar af þingmönnum og starfsliði þeirra. Tölurnar koma á óþægilegum tíma fyrir ríkisstjórnina en Theresa May forsætisráðherra rak innanríkisráðherrann Damian Green eftir að upp komst að lögregla hafi fundið klám á tölvu hans árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×