Erlent

Breskir þingmenn virðast sjúkir í klám

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Damian Green, fyrrverandi innanríkisráðherra Bretlands.
Damian Green, fyrrverandi innanríkisráðherra Bretlands. VISIR/AFP

Tölvudeild breska þingsins hefur gefið út tölur sem gefa til kynna að þingmenn þar á bæ séu sólgnir í klám. Fleiri en 24 þúsund tilraunir hafa þannig verið gerðar til að komast inn á klámsíður frá því í júní í fyrra og fram í október. Telegraph greinir frá.

Það þýðir að um 160 tilraunir til slíks hafi verið gerðar á hverjum einasta degi.

Tölurnar eru notaðar af þingmönnum og starfsliði þeirra. Tölurnar koma á óþægilegum tíma fyrir ríkisstjórnina en Theresa May forsætisráðherra rak innanríkisráðherrann Damian Green eftir að upp komst að lögregla hafi fundið klám á tölvu hans árið 2008.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.