Erlent

Óttast umhverfisslys í Kínahafi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Eldur logaði í tankskipinu The Sanchi í morgun. Skipið er um 300 kílómetra undan ströndum Shanghai.
Eldur logaði í tankskipinu The Sanchi í morgun. Skipið er um 300 kílómetra undan ströndum Shanghai. Vísir/EPA

Óttast er að mikið umhverfisslys sé í uppsiglingu á austur Kínahafi þar sem olía lekur úr tankskipi sem fyrir tveimur dögum lenti í árekstri við flutningaskip. BBC greinir frá.

Eldur kom upp í tankskipinu og logaði hann enn glatt í morgun. Áhöfn skipsins er saknað, en þrjátíu Íranir og tveir sjómenn frá Bangladesh voru um borð.

Bandaríski flotinn hefur sent herflugvélar á svæðið til aðstoðar en eldurinn í skipinu og logandi olían í sjónum hafa gert björgunarmönnum erfitt um vik.

Enn er óljóst hversu mikið af olíu hefur lekið út en skipið var að flytja afar þunnfljótandi tegund af olíu sem talin er enn hættulegri fyrir umhverfið en venjulega hráolía.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.