Sport

Leikmaður Buffalo sakaður um kynþáttaníð í leiknum gegn Jaguars

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Richie Incognito.
Richie Incognito. vísir/getty
Richie Incognito, leikmaður Buffalo Bills, er þekktur vandræðagemsi í NFL-deildinni og hann virðist hafa orðið sér til skammar enn eina ferðina í gær.

Yannick Ngakoue, varnarmaður Jacksonville Jaguars, sakaði hann um kynþáttaníð eftir leik liðanna í úrslitakeppninni í gær.





Þessi tíðindi koma líklega ekki mörgum í opna skjöldu en árið 2013 var Incognito settur í bann og rekinn frá Miami Dolphins fyrir að leggja liðsfélaga sinn, Jonathan Martin, í einelti

Martin yfirgaf liðið út af eineltinu og sagði síðar að hann hefði íhugað að svipta sig lífi.

Incognito var að klára sitt ellefta tímabil í deildinni og var valinn í stjörnulið deildarinnar fyrir frammistöðu sína á vellinum í vetur.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×