Innlent

Veðrið seinkar millilandaflugi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vélar munu þurfa að standa óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli næstu klukkustundirnar.
Vélar munu þurfa að standa óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli næstu klukkustundirnar. Vísir/Vilhelm
Töluverð seinkun verður á millilandaflugi til og frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið vegna veðursins sem gengur yfir suðvesturhluta landsins. Þá hefur hið minnsta tveimur flugferðum WOW Air verið aflýst, þeim sem áttu að halda til Frankfurt og Dublin nú á sjöunda tímanum.

Eins og sjá má á vef Keflavíkurflugvallar mun vélum sem áttu að fara frá vellinum nú í morgunsárið seinka um tvær klukkustundir hið minnsta. Vélar WOW Air, sem koma áttu frá Bandaríkjunum á milli klukkan 4 til 6 í nótt, seinkar þó að jafnaði um 5 klukkustundir.

Tímatöflur til og frá Keflavíkurflugvelli má sjá hér að neðan.

Komur

Staða á komum til Keflavíkurflugvallar.
Brottfarir

Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×