Innlent

Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Miklar tafir hafa orðið á millilandaflugi í morgun vegna óveðurs sem geisað hefur á suðvesturhorni landsins og var til dæmis vélum Icelandair frá Norður-Ameríku seinkað þar sem veðrið var fyrirséð.
Miklar tafir hafa orðið á millilandaflugi í morgun vegna óveðurs sem geisað hefur á suðvesturhorni landsins og var til dæmis vélum Icelandair frá Norður-Ameríku seinkað þar sem veðrið var fyrirséð. Vísir/Anton Brink.

Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. Þeir farþegar sem sátu fastir í vélunum hvað lengst vegna veðurs voru þar í um 80 mínútur.

Miklar tafir hafa orðið á millilandaflugi í morgun vegna óveðurs sem geisað hefur á suðvesturhorni landsins og var til dæmis vélum Icelandair frá Norður-Ameríku seinkað þar sem veðrið var fyrirséð.

Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltúa ISAVIA, er verið að byrja að hleypa fólki frá borði en alls lentu nítján vélar á vellinum í morgun.

„Fyrstu vélarnar lentu um klukkan níu í morgun svo farþegarnir voru búnir að bíða mislengi í vélunum. Þær vélar sem voru búnar að bíða hvað lengst voru búnar að bíað í um 80 mínútur,“ segir Guðjón.

Þrjár aðrar vélar eru svo nýlentar á Keflavíkurflugvelli en þær bíða eftir því að komast að flugstöðinni.

„Það er verið að vinna í því að tæma þær vélar sem voru búnar að vera að bíða, snúa þeim við og leggja af stað sem eru að bíða í flugstöðinni. Þá losnar pláss fyrir þessar sem voru að lenda. Það er verið að vinna þetta eins hratt og mögulegt er.“


Tengdar fréttir

Lægðirnar koma á færibandi í vikunni

Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.