Lífið

Kuldinn svo mikill að hægt var að skauta á ströndinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það var mikið fjör hjá þessum kappi um helgina.
Það var mikið fjör hjá þessum kappi um helgina.

Mikil frostharka hefur verið á austurströnd Bandaríkjanna síðastliðna daga og hafa kuldamet verið slegin. Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost um helgina.

Þrjátíu sentímetrar hafa verið af jafnföllnum snjó í New York og í Boston og sáu íbúar í Flórída fyrstu snjókomuna í þrjá áratugi.

Peter og Sandra Lekousi voru í göngutúr saman við Long Sands ströndina í York á dögunum þegar þau sáu mann skauta um á ströndinni. Peter setti myndbandið á veraldarvefinn og hefur það farið út um allt á nokkrum dögum.
Hér að neðan má sjá þessa óvenjulegu sjón.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.