Lífið

Meryl Streep í stökustu vandræðum að telja upp eigin kvikmyndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Streep féll á þessu prófi.
Streep féll á þessu prófi.
Leikkonan Meryl Streep er einhver allra besta leikkona sögunnar og hefur hún til að mynda verið tilnefnd til Óskarsverðlauna tuttugu sinnum.

Streep var gestur hjá Jimmy Kimmel á mánudagskvöldið og lagði Kimmel fyrir hana próf um eigin feril. Streep var í þættinum til að kynna nýjustu mynd hennar The Post.

Kimmel spurði einfaldlega leikkonuna hversu margar kvikmyndir hún gæti nefnt af þeim sem hún hefði verið tilnefnd til Óskarsins.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá Streep.

Hér að neðan má sjá lista yfir þær kvikmyndir sem hún hefur verið tilnefnd fyrir. Streep vann Óskarinn fyrir þær myndir sem eru feitletraðar:

The Deer Hunter

Kramer vs. Kramer

The French Lieutenant’s Woman

Sophie’s Choice

Silkwood

Out of Africa

Ironweed

Evil Angels

Postcards from the Edge

The Bridges of Madison County

One True Thing

Music of the Heart

Adaptation

The Devil Wears Prada

Doubt

Julie & Julia

The Iron Lady

August: Osage County

Into the Woods

Florence Foster Jenkins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×