Tónlist

Kosning fyrir Hlust­enda­verð­launin 2018

Tinni Sveinsson skrifar
Hlustendur skera úr um hverjir standa uppi sem sigurvegarar í kosningunni hér á Vísi.
Hlustendur skera úr um hverjir standa uppi sem sigurvegarar í kosningunni hér á Vísi.
Um næstu mánaðarmót verður tónlistarverðlaunahátíðin Hlustendaverðlaunin haldin.

Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að Hlustendaverðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári. 

Glæsileg dagskrá verður á hátíðinni sjálfri þar sem úrslit kosningarinnar verða kynnt og sigurvegarar verðlaunaðir í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi.

Á næstu dögum verður sagt nánar frá staðsetningu og dagskrá hátíðarinnar en þar mun rjómi af vinsælasta tónlistarfólki landsins koma fram.



Þá er komið að því. Hvað skaraði fram úr á síðasta ári? Skoðaðu tilnefningarnar og taktu þátt í kosningunni hér fyrir neðan.

Besta lagið:

Grenja - Baggalútur

Hringd'í mig - Friðrik Dór

B.O.B.A - Jói Pé og Króli

X - Hatari

Always - Ása

Ég vil það - Chase og Jói Pé



Flytjandi ársins:

Mammút

Baggalútur

Jói Pé og Króli

HAM

Herra Hnetusmjör

Sycamore Tree



Söngvari ársins:

Birgir

Friðrik Dór

Chase

Páll Óskar

Stefán Jakobsson

Júníus Meyvant



Söngkona ársins:

Ása

Sylvía

Ágústa Eva

Katrína Mogensen

Dísa

Svala



Nýliði ársins:

Daði Freyr

Chase

Hatari

Jói Pé og Króli

Birgir

Sycamore Tree



Plata ársins:

Páll Óskar - Kristalsplatan

Mammút - Kinder Versions

Ása - Paradise of Love

Jói Pé og Króli - GerviGlingur

Sycamore Tree - Shelter

Herra Hnetusmjör - Kóp Boi



Myndband ársins:

Emmsjé Gauti og Herra Hnetusmjör - Þetta má

Mammút - Breathe Into Me

Úlfur Úlfur - Bróðir

Jói Pé og Króli - B.O.B.A

Birnir og Herra Hnetusmjör - Já ég veit

Fufanu - Liability



Erlenda lag ársins:

Portugal the Man - Feel It Still

Ed Sheeran - Shape of You

Arcade Fire - Everything Now

Ed Sheeran - Perfect

Luis Fonsi, Daddy Yankie og Justin Bieber - Despacito

Rag'n'Bone Man - Human






Fleiri fréttir

Sjá meira


×