Lífið

Krókódílar redda sér í frostinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Með því að hafa trýnið upp úr vatninu geta þeir þó andað áfram og þar að auki hægja þeir verulega á líkamsstarfsemi þeirra.
Með því að hafa trýnið upp úr vatninu geta þeir þó andað áfram og þar að auki hægja þeir verulega á líkamsstarfsemi þeirra.
Krókódílar í River Swamp garðinum í Shallotte, Norður-Karólínu, hafa sýnt skemmtilega takta til að lifa frostið í Bandaríkjunum af. Þegar vatnið frýs í kringum þá stinga þeir trýnunum upp í gegnum vatnið. Það frýs svo og þeir sitja fastir. Með því að hafa trýnið upp úr vatninu geta þeir þó andað áfram og þar að auki hægja þeir verulega á líkamsstarfsemi þeirra.

Starfsmaður garðsins birti myndband af þessari tækni þeirra á dögunum sem hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu.

Án þess að stinga trýninu í gegnum ísinn myndi krókódíll, fastur undir ís, drepast á um sólarhring samkvæmt því sem George Howard, framkvæmdastjóri garðsins, sagði Huffington Post. Þeir geta þó ekki verið endalaust í þessu ástandi.

Alls eru tólf krókódílar í garðinum og var þeim öllum bjargað úr haldi.

Ísinn hefur nú bráðnað og eru krókódílarnir aftur komnir á kreik.

Þeir sem hafa áhuga, geta kynnt sér krókódíla betur á Vísindavefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×