Enski boltinn

Collymore: Kane er ekki í heimsklassa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kane skorar og skorar.
Kane skorar og skorar. vísir/getty
Íslandsvinurinn Stan Collymore segir að Harry Kane sé ekki heimsklassa leikmaður.

Englendingurinn hefur átt stórbrotið ár, vann gullskóinn á síðasta tímabili og bætti tuttugu ára gamalt met Alan Shearer yfir flest mörk á almanaksári nú í desember.

„Ég get ekki sett hann í heimsklassa. Það er frátekið fyrir menn eins og Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Neymar og Robert Lewandowski. Menn sem skora alltaf mörk í stærstu leikjunum, og Kane hefur ekki gert það,“ sagði Collymore í grein sinni í The Mirror.

Hann hefur skorað mikið af mörkum í ensku úrvalsdeildinni, „en hún er ekki frábær.“

Kane þarf að skora mörk í stóru leikjunum, stela sigrinum á móti stóru liðunum í deildinni, tryggja Tottenham áfram í Meistaradeildinni, ná í gullskóinn eða vera þar nærri á Heimsmeistaramótinu í sumar. Þá fyrst getur hann flokkast í heimsklassa, að mati Collymore.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×