Callum Wilson tryggði Bournemouth stig

Dagur Lárusson skrifar
Callum Wilson fagnar marki sínu.
Callum Wilson fagnar marki sínu. vísir/getty
Brighton og Bournemouth gerðu jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem Bournemouth jafnaði á lokamínútunum með marki frá Callum Wilson.

Heimamenn í Brighton byrjuðu leikinn með miklum krafti og komust strax yfir á 4. mínútu leiksins og var það Anthony Knockaert sem skoraði markið eftir fyrirgjöf Izquierdo.

Leikurinn var samt sem áður mjög jafn og skiptust liðin á að sækja. Bournemouth fengu hornspyrnu á 33. mínútu og var það Jordan Ibe sem tók hana og rataði hún beint á kollinn á Steve Cook sem skoraði framhjá Mathew Ryan í marki Brighton og var staðan 1-1 í hálfleik.

Aftur voru það heimamenn sem byrjuðu betur því strax á 48. mínútu náðu þeir forystunni á nýjan leik og var það Glenn Murray sem skoraði markið.

Bournemouth neitaði að gefast upp og náði Callum Wilson að jafna metin fyrir sitt lið í 2-2 þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.

Eftir leikinn er Brighton í 12. sæti deildarinnar með 23 stig á meðan Bournemouth er sæti neðar með 21 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira