Innlent

Skemmtun sem sprengir alla skala

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hrund Ólöf Andradóttir, , prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði í Háskóla Íslands
Hrund Ólöf Andradóttir, , prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði í Háskóla Íslands
„Þessi mengun er af stærðargráðu sem maður vill almennt ekki sjá í borgarumhverfi. Yfirleitt sjáum við ekki svona magn nema við mjög sérstakar aðstæður“ segir Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði. Hrund skrifaði í gær svar á Vísindavef Háskóla Íslands, ásamt Þresti Þorsteinssyni, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, um mengun vegna flugelda um áramótin.

Það sem skiptir miklu máli þegar svo mikið svifryk safnast saman, eru veðurskilyrðin.

„Ímyndaðu þér að þú sért með lokað box og þú ert að búa til mengun inni í boxinu. Á móti því að vera inni í boxi, þar sem er mikil og góð loftræsting. Það er vandamálið. Þegar það eru hagstæð skilyrði til að skjóta og njóta þess að vera úti, þá eru rosalega óhagstæð skilyrði varðandi umhverfisgæðin okkar. Það eru tvær hliðar á málinu sem eru algerlega á öndverðum meiði,“ segir Hrund Ólöf.

Að jafnaði varir mengun af völdum flugelda aðeins í skamma stund, en þessi mengun bætist hins vegar ofan á inntöku annarrar mengunar í borgarumhverfinu.

„Það sem skiptir mestu máli er að mælingarnar sýna að svifryk mælist mjög hátt á þessu kvöldi, sérstaklega miðað við íbúðahverfi. Við erum með svifryksvandamál í borgarumhverfinu okkar. Það er algerlega vitað og er ekki séríslenskt vandamál. Það eru allir að reyna að minnka svifryk. En hér er svo iðja, sem býr til mikla mengun. Við værum eflaust ekki að tala um þetta, ef það væri ekkert svifryksvandamál fyrir. Ef þetta væri bara þetta staka kvöld. En við erum með stærri vandamál, sem við erum að bæta við.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×