Körfubolti

Curry mun að öllum líkindum snúa aftur nótt

Dagur Lárusson skrifar
Stephen Curry
Stephen Curry vísir/getty

Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, mun að öllum líkindum spila gegn Memphis Grizzlies í nótt.

Curry hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla og hefur misst af síðustu tíu leikjum liðsins. Í fjarveru hans hefur liðið tapað tveimur af síðustu fjórum leikjum sínum en liðið tapaði fyrir Charlotte Hornets í nótt.

Það er ljóst að þetta eru frábærar fréttir fyrir Golden State þar sem Stephen Curry er einn af bestu leikmönnum liðsins sem situr á toppi vesturdeildarinnar.

NBA

Tengdar fréttir

Curry og Beckham í gifsi frá Össur

Stephen Curry, einn besti maður bandarísku NBA deildarinnar, er frá góðu gamni þessa dagana en hann er að glíma við meiðsli á ökkla. Hann er þó í góðum höndum því hann gengur um í göngugifsi frá Össur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.