Fótbolti

Albert, Orri og Ólafur kallaðir inn í landsliðshópinn

Dagur Lárusson skrifar
Albert fer með til Indónesíu
Albert fer með til Indónesíu vísir/getty

Heimir Hallgrímsson hefur gert breytingar á leikmannahópi A-landsliðs karla sem mætir Indónesíu í tveimur vináttuleikjum í janúar.

Þeir Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason fengu ekki leyfi frá félagsliðum sínum til þess að taka þátt í þessum leikjum og koma því þeir Albert Guðmundsson, Orri Sigurður Ómarsson og Ólafur Ingi Skúlason inn fyrir Ragnar og Sverri.

Báðir leikirnir fara fram í Indónesíu dagana 11. og 14. janúar næstkomandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.