Handbolti

Birna Berg markahæst í bronsleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir eftir landsleik í Laugardalshöllinni.
Birna Berg Haraldsdóttir eftir landsleik í Laugardalshöllinni. Vísir/Ernir

Birna Berg Haraldsdóttir átti skínandi góðan leik þegar Aarhus United bar sigurorð af Midtjylland, 23-22, í leiknum um 3. sætið í dönsku bikarkeppninni í handbolta.

Birna Berg skoraði níu mörk og var markahæst í liði Aarhus.

Skyttan öfluga skoraði tvö mörk þegar Aarhus tapaði, 19-27, fyrir Copenhagen í undanúrslitunum í gær.

Birna Berg er á sínu fyrsta tímabili hjá Aarhus en hún kom til liðsins frá Glassverket í Noregi í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.