Íslenski boltinn

Áfram þrír Mexíkóar hjá Íslandsmeisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ariana Calderon er í mexíkóska landsliðinu.
Ariana Calderon er í mexíkóska landsliðinu. vísir/getty
Mexíkóska landsliðskonan Ariana Calderon hefur samið við Íslandsmeistara Þórs/KA um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili.

Ariana lék með Val á síðasta tímabili og skoraði þá sjö mörk í 18 deildarleikjum. Hún lék einnig fimm leiki með ÍBV sumarið 2014.

Það verða áfram þrjár mexíkóskar landsliðskonur í herbúðum Þórs/KA. Sandra Stephany Mayor og Bianca Sierra halda kyrru fyrir hjá Akureyrarliðinu en Ariana kemur í stað löndu sinnar, Nataliu Junco.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessum leikmanni. Um leið og var ljóst að Natalia ætlaði að prufa aðra hluti þá höfðum við samband við Ari. Hún heillaði mig mikið á síðasta tímabili. Mjög kraftmikill leikmaður, líkamlega sterk og fjölhæf. Hún skilaði sínu hlutverki fyrir Val mjög vel og var þeirra besti miðjumaður að minu mati. Að skora sjö mörk sem miðjumaður er mjög flott. Ari þekkir lika Biöncu og Stephany mjög vel og þær ásamt Nataliu gáfu henni frábær meðmæli,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson við heimasíðu Þórs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×