Tónlist

Sjáðu magnaða lokatónleika Sigur Rósar á Norður og niður

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tónleikar Sigur Rósar í kvöld mörkuðu lok átján mánaða tónleikaferðar sveitarinnar um heiminn.
Tónleikar Sigur Rósar í kvöld mörkuðu lok átján mánaða tónleikaferðar sveitarinnar um heiminn. Skjáskot

Hljómsveitin Sigur Rós steig á stokk í Hörpu í kvöld í fjórða og síðasta sinn á listahátíðinni Norður og niður sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudag. Sveitin streymdi útsendingu RÚV beint á Facebook-síðu sinni.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Norður og niður-hátíðarinnar komu fjölmargir listamenn fram í dag og kvöld, þar á meðal Jarvis Cocker, Stars of the Lid, Sin fang, Sóley og Örvar Smárason auk meðlima Íslenska dansflokksins.

Listahátíðin Norður og niður hófst í Hörpu þann 27. desember. Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar standa að hátíðinni sem hefur staðið yfir í fjóra daga. Fjölmargir listamenn komu fram á hátíðinni í Hörpu en samtals var boðið upp á rúmlega sextíu atriði og kom Sigur Rós samtals fjórum sinnum fram.

Tónleikar Sigur Rósar í kvöld mörkuðu lok átján mánaða tónleikaferðar sveitarinnar um heiminn. Tónleikana má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.