Fótbolti

Dybala með langþráð mörk í sigri Juventus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Samherjar Paulos Dybala hlaupa til hans eftir að hann skoraði annað mark Juventus gegn Verona.
Samherjar Paulos Dybala hlaupa til hans eftir að hann skoraði annað mark Juventus gegn Verona. vísir/getty

Paulo Dybala hrökk aftur í gírinn þegar Juventus lagði Verona að velli, 1-3, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Dybala hefur verið ískaldur í síðustu leikjum en hann minnti á sig með tveimur mörkum í kvöld.

Blaise Matuidi kom Juventus yfir strax á 6. mínútu en Martin Cacerers jafnaði metin eftir klukkutíma.

Þá tók Dybala málin í sínar hendur, skoraði tvö mörk með sex mínútna millibili og sá til þess að Juventus fékk stigin þrjú.

Juventus er í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 47 stig, einu stigi á eftir toppliði Napoli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.