Enski boltinn

Klopp breytir byrjunarliðinu gegn Burnley

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Jurgen Klopp ætlar að gera breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Burnley á morgun. Liverpool spilaði við Leicester í gær og því þarf ekki að koma á óvart að Þjóðverjinn ætli að rúlla liði sínu aðeins, sérstaklega þar sem hann gerir breytingar örar en nokkur annar þjálfari.

Liverpool vann 2-1 sigur á Leicester á Anfield eftir að hafa lent undir snemma leiks. Þeir mæta Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum á nýársdag, en Burnley hefur átt mjög gott tímabil.

„Ég veit ekki nákvæmlega hversu margar breytingar ég mun gera, en þær verða klárlega fleiri en ein,“ sagði Klopp.

„Góðu fréttirnar eru að Burnley spilaði líka í gær. Þeir þurftu líka að hlaupa til þess að ná sér í stig svo þetta er sanngjarnt. Þetta er ekki óskastaða, en við verðum tilbúnir því við þurfum að vera tilbúnir. Þetta er enginn vináttuleikur,“ sagði Jurgen Klopp.

Bjargvættur Liverpool frá leiknum í gær, Mohamed Salah, er líklega einn af þeim sem missir sæti sitt í liðinu, en hann meiddist lítillega í gær og var haltrandi undir lokin.

Leikur Burnley og Liverpool hefst klukkan 15:00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Messan: Klopp breytir byrjunarliðinu langmest

Rótering Jurgen Klopp á mannskap Liverpool hefur verið mikið í umræðunni eftir jafntefli liðsins gegn Everton í gær. Klopp gerði sex breytingar á byrjunarliðinu fyrir grannaslaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×