Fótbolti

Costa má loks spila aftur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Costa er kominn heim, en hann fór frá Atletico til Chelsea árið 2014
Costa er kominn heim, en hann fór frá Atletico til Chelsea árið 2014 mynd/bbc

Diego Costa má snúa aftur á knattspyrnuvöllinn í næstu viku.

Spánverjinn var ekki hluti af áætlunum Antonio Conte hjá Chelsea og var hann því seldur til Atletico Madrid í september.

Costa hefur hins vegar ekkert mátt spila fyrir Madrid, því félagið er í félagsskiptabanni. Bannið rennur hins vegar sitt skeið um áramótin.

„Ég hef beðið lengi eftir þessum degi. Ég er orðinn þreyttur á að æfa og þarf að spila,“ sagði Costa.

Hann var formlega kynntur sem leikmaður Atletico í dag. Liðið mætir Lleida Esportiu í bikarleik á miðvikudaginn og þykir líklegt að Costa muni koma við sögu í þeim leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.