Enski boltinn

Guardiola: Einhver mun sigra okkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola er með örugga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar
Pep Guardiola er með örugga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar vísir/getty
Eftir 18 sigurleiki í röð þá tapaði Manchester City stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið gerði jafntefli við Crystal Palace.

City hefur þó enn ekki tapað leik á Englandi á árinu. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, segir að það muni ekki haldast þannig.

„Ég er ekkert að hugsa um það að vera ósigraður. Það mun ekki gerast,“ sagði Guardiola eftir leikinn.

Þrettán ár eru síðan lið fór síðast í gegnum heilt tímabil í efstu deild á Englandi, en Arsene Wenger gerði það með Arsenal tímabilið 2003-04.

„Kannski er Arsene með einhverjar áhyggjur, en ég hef oft sagt honum að þessi ósigraði titill er hans. Deildin er allt önnur í dag en hún var 2004.“

„Það eru fleiri sterk lið, mikil samkeppni og margir leikir. Ég reyni að vinna, en við verðum ekki ósigraðir,“ sagði Pep Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×