Bílar

Framleiðslustöðvun hjá Maserati vegna dræmrar sölu

Finnur Thorlacius skrifar
Maserati Levante jeppinn mun fá 570 hestafla vél.
Maserati Levante jeppinn mun fá 570 hestafla vél.

Eina ferðina enn verður framleiðslustöðvun í verksmiðjum Maserati vegna slakrar sölu á bílum fyrirtækisins. Helst er um að kenna lélegri sölu í Kína á bílum Maserati, en Kína er langstærsti bílamarkaður heims. Framleiðslan var stöðvuð á ákveðnum bílgerðum þann 15. desember og ekki verða framleiddir neinir Ghibli og Quattroporte bílar fram til 15. janúar og framleiðslustöðvun á þeim því einn mánuður.

Framleiðsla Levante verður stöðvuð í dag, 20. desember og hefst ekki fyrr en 15. janúar og framleiðsla GranTurismo og Grancabrio var stöðvuð 15. desember og hefst aftur 8. janúar. Það verður því langt jólafríið hjá flestum starfsmönnum í verksmiðjum Maserati. Að auki hefur verið hægt á þróun nýrra bíla Maserati og er það væntnalega vegna skorts á fjármagni sem afleiðing dræmrar sölu.

Maserati hafði fyrr á þessu ári stöðvað tvisvar sinnum framleiðslu á Levante jeppanum vegna hertra innflutningsreglna í Kína og lítillar eftirspurnar á bílnum í kjölfarið. Maserati er þó ekki alveg að baki dottið með þróun Levante og ætlar að setja á markað öfluga GTS útfærslu hans með 570 hestafla V8, 3,5 lítra vél með tveimur forþjöppum.

Síðan stendur til að koma með á markað nýjan GranTurismo árið 2020 sem að miklu leiti verður smíðaður úr áli og verður líklega með rafmótora til stuðnings öflugri brunavél. Maserati ætlar að vera búið að setja rafmótora í helming bíla sinna árið 2022.

Maserati Ghibli.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.