Sport

Till er ekkert að hugsa um Gunnar Nelson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Till er hér að lumbra á Cowboy Cerrone í Póllandi.
Till er hér að lumbra á Cowboy Cerrone í Póllandi. vísir/getty
Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni.

Gunnar tjáði íþróttadeild á dögunum að hann hefði síðan ekkert heyrt meira frá Till og gerði ekki ráð fyrir því að það yrði af bardaganum. Það er svo ekki að heyra á Till í dag að hugur hans sé við bardaga gegn Gunnari.

Till lýsti því yfir fyrir helgina að hann vildi ólmur mæta Mike Perry en sér það ekki gerast þar sem Perry tapaði fyrir augnpotaranum Santiago Ponzinibbio um síðustu helgi. Perry fékk að kenna á puttunum á Ponzinibbio en þó ekki í sama mæli og Gunnar fékk að reyna í Glasgow.

Till segist nú vera spenntastur fyrir því að mæta undradrengnum Stephen Thompson eða Kamaru Usman.

„Ég væri til í að berjast við Thompson en held að pabbi hans leyfi honum ekki að berjast við mig. Ég skil ekki af hverju þeir eru að reyna að forðast mig,“ segir Till.

„Hann vill komast aftur í titilbardaga en hefur þegar tapað tveimur titilbardögum. Nú vill hann mæta RDA [Rafael dos Anjos] og veit að hann mun hafa betur. Hann ætti samt að berjast við mig því það yrði frábær bardagi. Ég veit að ég gæti rotað hann.“

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×