Sport

Mayweather í viðræðum við UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mayweather og Conor í boxhringnum í ágúst.
Mayweather og Conor í boxhringnum í ágúst. vísir/getty

Það er búið að slúðra um það í nokkurn tíma að UFC eigi í viðræðum við boxarann Floyd Mayweather um að keppa fyrir sambandið. Það virðist vera mikið til í því slúðri.

Aðallýsandi UFC, Joe Rogan, fullyrti í hlaðvarpsþætti sínum að Mayweather væri að funda með Dana White, forseta UFC.

„Floyd byrjaði að tala um þetta og Dana sagði mér að Floyd vilji gera samning við UFC. Þetta er satt. Ég sendi Dana sms og spurði hann hvort Floyd væri í alvöru að spá í MMA. Hann svaraði: Já, gaurinn er ruglaður. Ég sagði við hann að honum yrði slátrað í búrinu en hann er enn að tala um þetta,“ sagði Rogan um samskipti sín við White.

White staðfesti svo í samtali við ESPN í dag að UFC væri svo sannarlega í viðræðum við Mayweather.

Conor McGregor skoraði á Mayweather á sínum tíma að næst skildu þeir berjast í MMA. Það átti enginn von á því að það myndi gerast en möguleikinn virðist vera fyrir hendi eftir allt saman.

Mayweather sagði sjálfur um daginn að hann væri að skoða að berjast þrisvar til fjórum sinnum hjá UFC og fá fyrir það milljarð dollara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.