Enski boltinn

Deeney í ruglinu síðan hann sagði að það vantaði allan pung í lið Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Deeney fór í jólaköttinn.
Deeney fór í jólaköttinn. vísir/getty
Þann 14. október síðastliðinn var fyrirliði Watford, Troy Deeney, ansi brattur. Það var upp á honum typpið er Watford hafði komið til baka og unnið Arsenal, 2-1. Þá sagði hann að það vantaði allan pung í lið Arsenal.

Hann hefði líklega betur sleppt því þar sem karma virðist vera að bíta hann hraustlega í afturendann.

Síðan þá er búið að reka hann af velli, senda hann í langt leikbann, hann klúðraði einu besta færi ársins og hefur þess utan tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum.

Það þarf því lítið að koma á óvart að stuðningsmenn Arsenal fara mikinn í að stríða honum á samfélagsmiðlum þessa dagana. Spyrja hvernig hann sé eiginlega í pungnum?


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×