Handbolti

Janus Daði í hópi bestu nýliðanna í Meistaradeildinni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janus Daði í leik með íslenska landsliðinu gegn því sænska.
Janus Daði í leik með íslenska landsliðinu gegn því sænska. vísir/eyþór
Janus Daði Smárason er einn af bestu nýliðunum leikmönnunum í Meistaradeild Evrópu í handbolta í vetur.

EHF birti í dag myndband með tilþrifum bestu nýliðanna í Meistaradeildinni. Janus Daði er þar á meðal.

Janus Daði hefur spilað einkar vel með Aalborg í Meistaradeildinni í vetur og skorað 30 mörk í 10 leikjum. Selfyssingurinn fann sig sérstaklega vel gegn Póllandsmeisturum Kielce og skoraði 14 mörk í leikjunum tveimur gegn þeim.

Janus Daði er þriðji markahæsti leikmaður Aalborg í Meistaradeildinni í vetur. Liðið situr í áttunda og neðsta sæti B-riðils með fjögur stig.

Janus Daði er í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í Króatíu í byrjun næsta árs. Hann hefur leikið 16 A-landsleiki og skorað 24 mörk.

Bestu nýliðarnir í Meistaradeildinni:

Daniel Dujshebaev, Celcje

Janus Daði Smárason, Aalborg

Edouard Kempf, PSG

Halil Jaganjac, Metalurg

Melvyn Richardson, Montpellier

Emil Nielsen, Skjern


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×