Íslenski boltinn

Birkir Már búinn að semja við Val

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heima er best. Birkir Már er hér með Sigurbirni Hreiðarssyni aðstoðarþjálfara og Berki Edvardssyni, formanni knattspyrnudeildar.
Heima er best. Birkir Már er hér með Sigurbirni Hreiðarssyni aðstoðarþjálfara og Berki Edvardssyni, formanni knattspyrnudeildar. vísir/anton
Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson er kominn heim en hann skrifaði í dag undir samning við uppeldisfélag sitt, Val.

Þessi 33 ára bakvörður er mættur aftur á Hlíðarenda eftir níu ár í atvinnumennsku. Hann gekk í raðir norska liðsins Brann árið 2008 en færði sig um set til sænska liðsins Hammarby árið 2015.

Bakvörðurinn magnaði var laus allra mála hjá Hammarby og kaus að koma heim. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn.

Birkir Már hefur leikið 76 A-landsleiki fyrir Ísland og skorað eitt landsliðsmark. Hann hefur verið fastamaður í landsliðinu til margra ára.

Bakvörðurinn mun fá frí til þess að fara á HM í Rússlandi í sumar og hann missir því væntanlega af einhverjum leikjum með Valsmönnum á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×