Handbolti

Björgvin Páll á leið til Danmerkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin Páll í leik með Haukum í vetur.
Björgvin Páll í leik með Haukum í vetur. vísir/ernir
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern.

Þessi tíðindi voru staðfest á heimasíðu Skjern í dag. Samningur Björgvins við félagið er til tveggja ára en hann gengur í raðir félagsins næsta sumar.

Björgvin staldrar því stutt við hjá Haukum eða aðeins eina leiktíð. Markvörðurinn er orðinn 32 ára gamall. Í samtali við heimasíðu Skjern segist Björgvin vera mjög spenntur fyrir þessu verkefni.

Liðið er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í dag og hefur alla burði til þess að gera það gott næstu árin. Tandri Már Konráðsson er leikmaður félagsins þannig að Björgvin Páll verður ekki eini Íslendingurinn þar næsta vetur.

Björgvin í búningi Skjern.mynd/Skjern



Fleiri fréttir

Sjá meira


×